143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[00:07]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Forseti vill taka fram að boðum hefur verið komið til ráðherra um að nærveru þeirra sé óskað. Forseti vill að öðru leyti taka undir með fyrsta hv. þingmanni, sem tók til máls áðan og vitnaði í drauginn, að nóg er nóttin. Það er alveg hárrétt, umræður ganga vel og verður því haldið áfram um hríð.