143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er grafalvarlegt, og stórfurðulegt líka að kl. 18 í dag hafi verið ákveðið að fundur eigi að standa fram eftir nóttu — ég held þó að atkvæðagreiðslan hafi kannski ekki átt sér stað fyrr en kl. 19. Þá segir um leið forustumaður í stjórnarandstöðu skýrt og greinilega að hann eigi að tala hér einhvern tímann í nótt og æski þess að þessir forustumenn ríkisstjórnarinnar verði við.

Halda þeir að við séum í einhverju leikriti hérna? Halda þeir að okkur sé ekki alvara? Ætla þeir að ganga með þennan ofstopa í þessu máli eða öllum málum? Er búið að taka völdin af forseta þingsins? Er ríkisstjórnin búin að taka völdin af forseta þingsins? Það er grafalvarlegt mál, virðulegur forseti.