143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég velti fyrir mér út af þessu síðasta sem kom hér upp: Er samþykkt um að þær tillögur gangi umræðulaust til nefndar eftir atvikum? Það var gert í einhverju samkomulagi við formenn flokkanna eða ríkisstjórnina eða þetta fólk. Ég tel forseta þingsins ekki í þeim hópi, en þessu fólki sem við erum að tala um er því miður ekki treystandi. Þetta er fólk sem svíkur kosningaloforð. Það er skýrt fyrir fólki sem gegnir mikilli ábyrgð í þjóðfélaginu að þess sé óskað að það sé við ákveðna umræðu. Það gerir það ekki. Forseti hafði þá þann möguleika, en væntanlega hefur honum ekki dottið í hug að það yrði ekki við þeirri beiðni, að halda ekki inn í nóttina með þennan fund. Forseti á úr vöndu að ráða.

Ég legg til eins og aðrir (Forseti hringir.) að umræðu verði frestað fram á þriðjudag þannig að (Forseti hringir.) þessu fólki gefist tækifæri á að sýna þinginu þann sóma sem því ber.