143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:54]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það lá fyrir skýr vilji um að hægt væri að greiða fyrir því að þær tvær þingsályktunartillögur sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni kæmust örugglega til meðhöndlunar í utanríkismálanefnd samfara þeirri tillögu sem hér hefur verið til umfjöllunar. Með því fyrirkomulagi sem var við umræðuna var gengið út frá því að hægt væri að ræða þær tillögur jöfnum höndum samfara þeirri tillögu sem er þó á dagskrá.