143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, það er á ábyrgð formanna stjórnarflokkanna að mæta ekki til umræðunnar. Þinghaldið er samt á ábyrgð forseta Alþingis. Við vitum hvers vegna við stöndum hér, jafn fáránlegt og það er, að ræða þetta stórmál að nóttu til, það er vegna þess að það er krafa formanna stjórnarflokkanna til forseta Alþingis að ljúka umfjöllun um þetta mál í nótt.

Forseti Alþingis á þess vegna þann einfalda leik í stöðunni að gera formönnum stjórnarflokkanna grein fyrir því að til þess að sú ósk þeirra geti náð fram að ganga þurfi þeir sjálfir að taka þátt í þeim fundi sem þeir hafa óskað eftir og fresta fundinum þangað þeir eru mættir til hans. Það er algerlega á valdi forseta að haga málum þannig og gera ráðherrunum skýra grein fyrir því hver stjórnar þessu húsi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)