143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er einmitt þetta sem hv. þm. Helgi Hjörvar nefndi sem eru réttu viðbrögðin við þeirri stöðu sem hér er komin upp. Virðulegur forseti er búinn að útskýra fyrir okkur að hann og forseti sá sem sat í stólnum þegar beiðnin kom fram hafi beðið um að ráðherrarnir yrðu á staðnum. Þeir eru ekki hérna. Það eru þeir sem sýna þinginu þá óvirðingu að mæta ekki þegar kallað er í þá og þeir beðnir að koma hingað og ræða við hv. þingmenn.

Það sem forseti getur þá gert til að standa vörð um virðingu þingsins og standa með okkur þingmönnum er að fresta fundi og að við höldum áfram á þriðjudaginn. Þannig getum við lokið þessu í sátt. Ef forseti gerir það ekki hljótum við að líta til fordæmanna og spyrja okkur hvers vegna öðruvísi (Forseti hringir.) er farið að nú en þá.