143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

um fundarstjórn.

[13:43]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég hef ekkert á móti því að vera hér í sumar ef þess gerist þörf. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort þess sé þörf. Ég held að það sem við þurfum frekar sé að stjórnarflokkarnir séu liðlegir til samninga og taki aðeins meiri þátt í umræðunum þannig að við gætum kannski klárað málin miklu fyrr en ella. Ég held að það sé miklu stærra vandamál en nákvæmlega hvort við séum að því núna í vetur, vor eða sumar.