143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

um fundarstjórn.

[13:45]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Hér er rætt um mikilvægi þess að þingstörfin eigi sér eðlilegan framgang og ég vil taka undir það. Það er hins vegar ekki rétt, sem kemur fram í umræðunni, að þingmál skorti. Við erum hér með dagskrána, ég ákvað að taka hana með mér að þessu sinni hingað í ræðupúltið. Þar er 21 mál og hægt er að vinda sér í þau ef mann ganga vasklega til verks og ljúka umræðu á eðlilegum tíma um önnur þau mál sem hér er að finna. En það hefur borið á því að undanförnu að óeðlilega mikill tími þingsins sé tekinn í að ræða um fundarstjórn forseta. Þannig hafa á undanförnum vikum verið haldnar ræður, sem losa að ég held fjórða hundraðið, um fundarstjórn forseta, sem er að skemma öll þingstörf. Ef menn vilja hafa eðlilegan framgang og forða því að lengja þurfi þing, sem ég tek undir að við eigum að einbeita okkur að því að gera, þarf dagskráin að fá að hafa sinn eðlilega framgang.