143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

menningarsamningur.

[14:25]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Við skulum vona að þetta mál leysist sem fyrst og farsællega. En eins og ég fór yfir eru hér uppi ákveðin vandamál sem við erfðum frá fyrri tíð sem var óánægja með þá skiptingu sem lagt var upp með. Í raun og veru ætti það kannski ekki að valda okkur svo miklum vandræðum, það sem gerist er það að það er bara 10% lækkun á heildina.

Ég vonast til þess að þetta mál leysist sem fyrst og er alveg klár á því að tafir á málinu eru til óþæginda.