143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[17:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Seinna andsvarið er styttra. Ég hjó eftir því í ræðu þingmannsins að hún talaði um upplýsingar sem hafa komið fram í fjárlaganefnd, sem ég er ekki í. Mér fannst hún segja eitthvað á þá leið að sumar stofnanir glímdu augljóslega við vanda, að alveg ljóst væri að þær mundu glíma við fjárhagsvanda á árinu en það væri ekki beinlínis tekið á því á þessu stigi, menn vildu það ekki. Ég hef kannski ekki tekið alveg nógu vel eftir, en ef þetta er raunin gæti hv. þingmaður þá á þeim stutta tíma sem hún hefur skýrt nánar fyrir mér hvað hún á við?