143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[21:03]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég náði kannski ekki alveg þeim þætti sem sneri að gjaldtöku á Geysissvæðinu. Ég held að það sé rétt og ágætisábending að umhverfisnefnd fjalli um almannaréttinn og kanni, vegna þess að ég veit að áhöld eru um það, hvort lagaumgjörðin frá 1999 dugi í þessum efnum eða hvort styrkja þurfi það ákvæði nánar. Ég vonast til þess, eins og ég sagði áðan, að þessi vinna gangi hratt fyrir sig og vænti þess að við munum sjá skýrara ákvæði í þá veru fyrr en seinna.