143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[11:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka fyrir yfirgripsmikla skýrslu en ég hafði ákveðnar viðbætur í huga. Á síðasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ítrekaði allsherjarþingið mannréttindayfirlýsingu sína og skilgreindi friðhelgi einkalífs í stafrænum heimi sem hluta af henni. Mér finnst það vanta í yfirferðina um þann hluta en ég er búinn að leggja inn fyrirspurn til innanríkisráðherra um aðgerðir í þá áttina. Almennt séð er lítið um þennan málaflokk í þessari skýrslu þannig að ég ítreka vilja minn til að úr því verði bætt.

Einnig vil ég hrósa þeirri ímynd sem á að styrkja á heimsvísu um að Ísland sé fyrirmynd á sviði umhverfisverndar. Ég hlakka til að sjá það, sérstaklega með tilliti til vinnu nefndar sem var kynnt í gær eða fyrradag.