143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[15:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk fyrir að minnast á menntamál, en kannski erum við þá komin út fyrir utanríkismálin. Það á samt við. Við erum í alþjóðlegu samfélagi. Við erum að læra á menningu hver annars o.s.frv. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni, við þurfum að læra betur á það hvernig við tölum saman. Eins æðisleg og núverandi námskrá er hefur okkur fundist einmitt vanta pínulítið meira upp á upplýsingalæsið og upplýsingafræðsluna í námskrána. Þannig að ég segi bara: Áfram.