143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[16:39]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er svo í heimi hér að aðilar geta haft mismunandi skilning á málum. Aðilar geta verið sammála um að vera ósammála og haldið samt nokkurn veginn frið. Ég virði þessi orð hæstv. utanríkisráðherra út frá því.

Þar sem ég er kominn í andsvar ætla ég að nefna það hér og nú að mér finnst verulega vænt um það sem neytandi að haldin skuli vera „statístik“ yfir próftökur í erlendum sendiráðum og ræðismönnum. Ég hef haft allmarga nemendur sem hafa getað þreytt sín próf undir verndarvæng og undir eftirliti sendiráða. Þeir hafa ekki svindlað, held ég. Þeim hefur hvorki gengið betur né verr en öðrum nemendum á nokkurn hátt. Ég held því að þessu sé vel sinnt og vildi nefna það. Að öðru leyti hef ég lokið máli mínu og ég þakka enn og aftur utanríkisráðherra fyrir ágæta skýrslu sem kann að gagnast mér.