143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[16:51]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir andsvarið. Vissulega eru þetta stórar hugmyndir og stórkarlaleg lausn en þetta er ekki hugmynd frá mér, ég er bara að benda á þau tækifæri sem við getum nýtt hér til framtíðar.

Þingmaðurinn talar um umhverfismál og kemur þar að meginpunktinum. Ég er alveg sammála því að við þurfum að bæta okkur í umhverfismálum.

Eins og ég sagði áðan held ég að Ísland geti verið góð fyrirmynd í því hvernig önnur ríki ættu að haga umhverfismálum sínum. Við gætum, eins og ég nefndi, tekið það upp að raforkuvæða bílaflotann. Kannski verður ekkert af þessum hlýnunum. Ég vona innilega að við getum dregið úr hlýnun jarðar, auðvitað væri það langsterkast.

Ég er bara að benda á tækifæri sem fylgja. Þingmaðurinn dregur í efa að leiðin muni opnast á næstu tugum ára en rannsóknir benda samt til þess að það gerist. Á tveggja til þriggja mánaða tímabili yfir heitasta tímann á jörðinni er þetta opið.