143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[16:57]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir andsvarið. Hann beindi ekki beinni spurningu til mín, en ég tek alfarið undir sjónarmið hans og ábendingar og langar að bæta við að í þessum loftslagsbreytingum erum við Íslendingar líklega bara einn dropi í hafinu í allri þessari loftslagsmengun. Þess vegna fór ég inn á að það er kannski meiri möguleiki fyrir okkur að vera fyrirmynd, taka upp grænna kerfi og jafnvel þá aðstoða önnur ríki við að taka þau upp.

Ég hef svolítið velt fyrir mér líka hver sé eftirlitsaðili hjá sínu eigin ríki varðandi losun kolefnis. Þess vegna nefndi ég það að Ísland gæti verið alþjóðastofnun í þessu og jafnvel eftirlitsaðilinn.