143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[18:35]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að segja í lok þessarar umræðu að þessar hugmyndir eru mjög verðugar og þær tillögur og vangaveltur sem komu fram um lýðræðið, hvernig við getum gert meira í að opna á beint lýðræði. Ég hef samt sem áður og verð að viðurkenna það verið talsmaður þess að þetta sé allt skoðað og rætt um leið og ég er talsmaður þess að fara mjög varlega.

Ég veit líka að ýmis önnur ríki en Ísland hafa náð býsna góðum árangri í beinu lýðræði. Ég vil t.d. nefna Eistland þar sem menn hafa verið býsna framarlega í þessu, en ekki eingöngu heldur líka í hinni almennu netnotkun og þróun netbúnaðar og ýmsu þess háttar. Það er ekki úr vegi fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur og læra hugsanlega af þeim.

Internetráðherra Íslands er innanríkisráðherra. Við skulum bara hvetja hana til þess að kynna sér framþróun í þessu máli.