143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

[15:20]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið. Ég skil hann þannig að hann hafi talið að það væri sterkari leikur ef af þessari sameiningu yrði en í rauninni komi andstaða heima í héraði og hagsmunasamtaka bænda í veg fyrir að sú ákvörðun verði tekin. Mér finnst það merkilegt en ég skil alveg þá stöðu sem uppi er. Mikilvægast hýtur að vera að taka ákvörðun sem er góð fyrir skólann.

Reksturinn er sem sagt í járnum. Ég skil hæstv. ráðherra þannig að skera þurfi verulega niður starfsemi skólans því að að öðrum kosti mun skólinn ekki verða innan fjárheimilda í ár. Ég held að uppsafnaður halli sé eitthvað um 300–400 milljónir. Það þarf að byrja að greiða það niður.

Mér finnst þetta vera mjög alvarlegt mál.