143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

utanríkisstefna Íslands.

[15:28]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Af því að hv. þingmaður nefnir hér sérstaklega umræðu um það ófremdarástand sem nú er ríkjandi í Úkraínu þá er afstaða mín og utanríkisráðherra og raunar fleiri ráðherra til þeirrar stöðu alveg skýr. Hún hefur meðal annars birst í viðtölum og hefur utanríkisráðherra verið mjög duglegur við að koma þeirri afstöðu á framfæri og sýna Úkraínumönnum stuðning.

Það sem forseti Íslands setti út á á þeirri ráðstefnu sem hv. þingmaður vísaði til var ekki efni málsins heldur það með hvaða hætti það væri tekið upp á óviðeigandi vettvangi, að verið væri að ræða málið á öðrum vettvangi en eðlilegt gæti talist. Mér skilst að fundarmenn, aðrir en fulltrúar Noregs hafi tekið undir það, a.m.k. einhverjir þeirra. Spurningin um það á hvaða vettvangi sé rétt að taka það mál upp lýsir ekki afstöðu þeirra til ástandsins í Úkraínu. Það er augljóst, þótt ekki væri nema af ferð utanríkisráðherra Íslands til Úkraínu, hvar ríkisstjórnin og ráðherrann standa í því máli.