143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

gjaldtaka á ferðamannastöðum.

[15:34]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég tek hvatningu hv. þingmanns vel. Ég er líka sammála honum um mikilvægi þess að tryggja rétt Íslendinga til að fara um eigið land, þennan almannarétt sem hann gat um. Ég veit að mikil vinna hefur verið lögð í þetta mál í atvinnuvegaráðuneytinu að undanförnu og ráðherrann hefur haft prýðisgóða forustu um að keyra þetta mál áfram.

Það er líka rétt sem hv. þingmaður getur um, að eðli málsins er slíkt að það fer vel á því að þegar allar upplýsingar liggja fyrir, möguleikar og tækifæri, eigi sér stað um það sem mest pólitískt samráð og samstarf.