143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

losun og móttaka úrgangs frá skipum.

376. mál
[15:57]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum að tala um að hafnargjöldin verði hækkuð og þá velti ég fyrir mér hver borgar. Það er talað um óveruleg gjöld fyrir sveitarfélagið. Hversu há verður hækkunin fyrir þá sem raunverulega bera kostnaðinn, þ.e. þá sem þurfa að losa mengandi efni? Það kemur líka fram í athugasemdum á bls. 8 og maður veltir fyrir sér hvort ekki sé verið að framfylgja þessum lögum. Hafnasambandið gagnrýnir þessa þjónustu, að þetta sé ekki þjónustugjald af því að verið sé að innheimta jafnvel án þess að þjónustan sé nýtt. Síðan er þetta útfært með því að setja þetta inn í hafnargjöldin. En er þetta ekki skattur þó að þessi tilfærsla hafi átt sér stað? Er ekki verið að borga fyrir eitthvað sem ekki er verið að nýta eins og hér er gert ráð fyrir?