143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

losun og móttaka úrgangs frá skipum.

376. mál
[15:58]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég kom inn á í inngangsorðum mínum er þetta hugsað þannig að hér sé sett upp greiðslukerfi þar sem hvatinn er sá að menn losi ekki úrgangsefni í hafið. Samkvæmt mengunarbótareglunni er fullkomlega eðlilegt að þeir sem komi með úrgang til að honum sé fargað á viðurkenndan hátt greiði fyrir það.

Ég tel að hér sé um mjög skynsamlegt mál að ræða. Það að þetta hafi ekki verið gert svona fyrr stafar að einhverju leyti af því að á mjög mörgum stöðum er þessi aðstaða bæði fyrir hendi og gerð sómasamlega. Ástandið er nokkuð gott en þetta er til þess að tryggja að allir sitji við sama borð. Það er eitt af aðalsmerkjum Evrópusambandsins, að allir þurfi að sitja við sama borð, sama hversu vitlaust það hljómar á hverjum stað. Þeir borga sem menga (Forseti hringir.) og aðstaðan verður fyrir hendi, ekkert endilega af hálfu sveitarfélaganna heldur þeirra aðila sem veita umrædda þjónustu.