143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

351. mál
[17:08]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar bara að nota tækifærið og nefna það sem þingmaðurinn sagði áðan um að það er erfitt að lesa sig í gegnum þessi mál. Við fáum lítið skjal þar sem er vísað í einhverjar greinar einhvers staðar og svo höfum við ekki einu sinni aðstoðarmenn sem þingmenn. Við eigum að eyða tíma okkar í að leita í þessu í staðinn fyrir til sé einhvers konar „track changes“ fyrirkomulag eins og er „standard“ í dag. Ef menn eru að vinna í sameiginlegum skjölum eru menn með „track changes“.

Ég hef borið þetta upp við yfirstjórn þingsins. Það að fá slíkt í gegn er í vinnslu og ég trúi ekki öðru en að yfirstjórn þingsins flýti því máli og klári þannig að þingmenn séu almennilega búnir til þess að kynna sér mál sem eru til afgreiðslu í þinginu.