143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

417. mál
[18:58]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Ég veit ekki alveg hvort við erum á nákvæmlega sama stað hvað varðar málefni þjóðkirkjunnar, enda skiptir það ekki öllu máli. Hins vegar vek ég athygli hv. þingmanns á því að í þeirri grein sem vísað er til er verið að vinda ofan af ákveðnu samkomulagi sem gert var fyrir nokkru síðan eða árið 2006. Og orðalagið í greininni er svona vegna þess að það það fórst fyrir að breyta þessu ákvæði í lögum um kirkjumálasjóð í samræmi við samkomulagið. Það breytir engu hvað varðar framlög til kirkjunnar. Það er ekki verið að auka framlagið. Þetta er löngu samþykkt mál, það var samþykkt í október 2006 og eins og fram kemur á bls. 7 blaðsíðu láðist að breyta ákvæðinu í lögum um kirkjumálasjóð í samræmi við samkomulagið. Þess vegna er þessi breyting gerð þarna.

Að öðru leyti tek ég undir með hv. þingmanni og það voru gerðar ákveðnar breytingar á síðasta kjörtímabili þar sem unnið var að sátt með ákveðnum lífsskoðunarfélögum og trúfélögum þar sem framlag til þeirra kemur til móts við framlag til þjóðkirkjunnar. Þetta lýtur því ekki að því að hið opinbera sé að auka framlag sitt til kirkjunnar. Það er bara að staðfesta löngu gert samkomulag og það að lög og reglur er varða kirkjuna séu skráð með þeim hætti sem til er ætlast.