143. löggjafarþing — 83. fundur,  27. mars 2014.

menningarsamningar.

[10:57]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ekki alls fyrir löngu spurði ég hæstv. byggðamálaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson út í þetta atriði. Ráðherrann vísaði mér á að spyrja hæstv. iðnaðarráðherra. Þess vegna geri ég það núna.

Hjá ráðherranum hefur núna komið fram að ráðuneytið ætlar ekki að berjast fyrir og leggja fram þessa peninga. Það leiðir til þess að ráðherra ferðamála er með þessum niðurskurði að veita menningarsamningunum meiri háttar högg. Þetta er meiri háttar áfall sem hæstv. ráðherra skýrir hér frá vegna þess að þessar tæpu 6 milljónir á sjö menningarsamninga gera rúmar 40 milljónir. Þar á móti leggja sveitarfélög fram 40% þannig að þetta er komið í 60 milljónir. Þar að auki hafa einstaklingar lagt inn í þetta þannig að jafnvel má leiða að því líkur að þetta sé högg upp á um 100 millj. kr.

Virðulegi forseti. Aum eru þau skref ráðherra ferðamála í framlag til menningartengdrar (Forseti hringir.) ferðaþjónustu og menningarsamninga að þessu leyti. Ég spyr líka þingmenn stjórnarmeirihlutans: Ætla þeir að láta þetta viðgangast?