143. löggjafarþing — 83. fundur,  27. mars 2014.

skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.

474. mál
[15:32]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held ég verði að sitja uppi með það að ég er ósammála hv. þingmanni. Vissulega voru útlánatöp ekki metin mikil alla vega á árunum 2002–2007, en nokkur. Þegar við horfum hér á þá ígjöf sem varð þegar Íbúðalánasjóður fór að lána fram hjá tæpa 100 milljarða getum við ekki horft fram hjá því að þetta er á þeim tíma sem íbúðaverð er að hækka og þeir sem sitja eftir í tjóni núna, í tómu tjóni, eru þeir sem keyptu á árabilinu 2005–2008 á þessu háa verði. Tjónið er miklu meira en það tjón sem er lagt til (Forseti hringir.) grundvallar í skýrslunni, það er tjón úti í samfélaginu.

Ég hef lokið máli mínu.