143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

gjaldtaka á ferðamannastöðum.

[15:19]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Í gær lagði ég leið mína austur í Haukadal ásamt miklum fjölda fólks sem vildi kynna sér þá nýlundu sem tekin hefur verið upp við Geysissvæðið en þar hefur hópur manna stillt sér upp við innganginn undanfarnar vikur og krefur þá sem ganga inn á svæðið um gjald, 600 kr. fyrir hvern einstakling.

Við teljum þetta ganga þvert á landslög, þetta sé með öðrum orðum lögleysa, enda var fólkið komið á svæðið til að standa á lagalegum rétti sínum. Spurning mín til hæstv. ráðherra og til ríkisstjórnarinnar allrar er:

Hvað ætlar hún að gera til að halda uppi lögum og verja einstaklinga fyrir löglausu áreiti af þessu tagi?