143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

einkavæðing ríkiseigna.

448. mál
[17:18]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Þetta var athyglisvert svar hjá hæstv. forsætisráðherra.

Mig langar til þess að varpa til hans tveimur spurningum.

Í fyrsta lagi: Lítur hann svo á að það falli undir skilgreiningu á einkavæðingu að selja lífeyrissjóðum ríkiseigur?

Í öðru lagi, bara til þess að við höfum það á hreinu hver afstaða hæstv. forsætisráðherra er til Landsvirkjunar: Kemur til greina að hæstv. forsætisráðherra mundi fallast á að selja hluta úr Landsvirkjun á kjörtímabilinu eða selja lífeyrissjóðum hluta af fyrirtækinu á kjörtímabilinu?

Ég tek það algjörlega skýrt fram til þess að hæstv. ráðherra misskilji mig ekki að ég er því andsnúinn. En hver er afstaða hæstv. ráðherra til þess?