143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

húsnæðismál Listaháskóla Íslands.

421. mál
[17:59]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir spurninguna og ráðherranum fyrir svörin. Ég held að þetta mál hafi allt of lengi verið óleyst. Ég held að ein 20 ár hafi liðið án þess að húsnæðismálum Listaháskólans væri sæmilega fyrir komið. Ég hef af því áhyggjur að það hafi dregist svo mjög vegna ákveðins óraunsæis um hvað væri mögulegt í stöðunni og held að menn eigi að skoða alvarlega hvort styðjast megi við þá aðstöðu sem skólinn fékk í upphafi með breytingum þar á. Sú aðstaða er býsna nærri miðborg Reykjavíkur og getur gefið kost á mjög sveigjanlegum húsakynnum ef réttar breytingar eru þar gerðar. Að minnsta kosti þurfa menn að varast þær stóru skýjaborgir sem menn byggðu í (Forseti hringir.) aðdraganda hrunsins og urðu aldrei að neinu og hafa skilið skólann eftir í sama vanda og áður var.