143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

vetrarþjónusta Vegagerðarinnar.

367. mál
[18:13]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég ætla aðeins að koma inn í þessa umræðu og þakka hv. fyrirspyrjanda fyrirspurnina. Þó að það sé farið að birta sunnan lands eða öllu heldur létta til á götum borgarinnar er það ekki endilega svo að veðrið fari batnandi fyrir norðan og austan og vestan þar sem verst hefur verið hvað varðar snjómokstur og snjóalög.

Þegar þessi fyrirspurn var lögð fram á sínum tíma þótti okkur framkvæmdin fullklaufaleg. Ég held að meiningin hafi ekki endilega verið sú að skerða þjónustuna mikið. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hversu háar fjárhæðir við erum að tala um í ófjármagnaðri vetrarþjónustu. Hversu mikið stendur út af, auk annars halla, sem ekki er fjármagnað? Hún talar um að bæta við 500 milljónum á næsta ári. Hvað verður um þetta ófjármagnaða á þessu ári? Verður það greitt upp af því viðbótarframlagi?