143. löggjafarþing — 86. fundur,  1. apr. 2014.

örnefni.

481. mál
[15:43]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Það er, eins og fram kemur í ræðu hæstv. ráðherra og ekki síður í frumvarpinu og skýringum á einstaka greinum, töluverð áhersla lögð á að tryggja aðkomu almennings. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Við erum vön stafrænum heimi þar sem stafræn gagnasöfnun og skráning verða sífellt meira áberandi og við hugsum kannski fyrst og fremst um þá nálgun.

En þegar við ræðum um að safna gögnum sem eru hverfandi vegna þess að um er að ræða gamalt fólk, þá verður sú aðkoma almennings ekki tryggð með vefsíðum eða vefsetrum heldur miklu frekar með heimsóknum og kaffidrykkju. Þá vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort áformuð séu einhver slík átaksverkefni þar sem farið er út um land og drukkið mikið kaffi og skrifað niður mikið af örnefnum, vegna þess að þarna eru verðmæti fyrir hendi sem glatast þegar þau eru hverfa og skiptir miklu máli að gæta að.