143. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2014.

afbrigði um dagskrármál.

[17:08]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í þingflokki Vinstri grænna styðjum að málið fari á dagskrá því að hér er um að ræða mikilvæga spurningu sem mikilvægt er að þingið leiði til lykta. Það er jafn mikilvægt að það verði gert á málefnalegum, öflugum og efnislegum grunni því að hér er ekki um að ræða hversdagslegt mál. Hér er um að ræða mannréttindi og stjórnarskrárvarin réttindi til verkfalla og öll inngrip í slíkt þurfa að vera hafin yfir vafa.