143. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2014.

afbrigði um dagskrármál.

[17:10]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að stjórnarandstaðan, a.m.k. hluti hennar, sé reiðubúin að greiða fyrir framgangi málsins á Alþingi. Ég tek undir að þetta mál þarf að vinnast hratt en örugglega. Ég mun fá málið inn í umhverfis- og samgöngunefnd og get fullvissað þingheim um að við munum að sjálfsögðu leggja okkur fram um að viðhafa vönduð vinnubrögð þó að við munum vissulega vinna hratt og örugglega.