143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:06]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Yfirvinnubann getur alveg verið til jafn mikils tjóns og verkfall. Hvort þetta heitir yfirvinnubann eða algjör vinnustöðvun skiptir ekki höfuðmáli í þessu mati sem við erum í núna.

Svo er heldur ekki auðvelt að bera þetta saman við verkfall framhaldsskólakennara eða annarra ríkisstarfsmanna þar sem ríkið er þó viðsemjandi. Það er ekki hægt að jafna því saman.

Ég get alveg fyrir mitt leyti talið það fljótt á litið, kannski má ekki segja mikið fyrir fram, en ef einstakir fámennir starfshópar stöðva allar samgöngur til og frá landinu finnst mér afar líklegt að það teldust miklir almannahagsmunir að koma í veg fyrir stórfellt tjón af þeim sökum.