143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:07]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég tók eftir því að hv. þingmaður nefndi mikilvæga læknisþjónustu og að þetta verkfall hefði áhrif á hana. Ég hef tekið eftir því í þessari umræðu að fólk hefur ekki nefnt þetta mikið, heldur hefur helst verið talað um efnahagslega vinkilinn á þessu öllu saman, atvinnulífið og mál því tengd.

Aðgengi að nauðsynlegri og mikilvægri heilbrigðisþjónustu er þá væntanlega ríkasta þörfin og það sem við mundum nota helst til viðmiðunar um ríka almannahagsmuni. Telur hv. þingmaður að núverandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem ríkir í Vestmannaeyjum megi í framtíðinni nota sem mælikvarða á ríka almannahagsmuni í aðgerðum seinna meir sem ganga í berhögg við stjórnarskrárvarin réttindi?