143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:24]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Hún var bæði fróðleg og málefnaleg. Með hliðsjón af því að ferðir Herjólfs eru, að því er virðist, gríðarlega mikilvægar og sérstaklega með hliðsjón af því að hv. þingmaður nefndi kjaradeilu kennara og þá staðreynd að sú deila og verkföll kennara bitna óhjákvæmilega á nemendum spyr ég: Er þá ekki eðlilegast, fyrst um er að ræða svona mikilvægan hluta af því að búa í Vestmannaeyjum með góðu móti, að sú þjónusta sem Herjólfur veitir sé í höndum ríkisins?