143. löggjafarþing — 89. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:39]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um frumvarp sem setur lög á verkfallsaðgerðir í Herjólfsdeilunni. Ég hef fjallað um þetta mál á undanförnum vikum í þingsalnum og fjallað um hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið. Því miður hafði deilan lengi verið þannig að það þurfti að grípa inn í hana. Það hefur nú verið gert. En ég fagna því að þessu máli sé lokið, a.m.k. í bili, og að eðlilegt líf fari að komast á í Vestmannaeyjum. Ég vona að deiluaðilar finni lausn á málinu hið fyrsta.

Þetta gat ekki gengið lengur svona og þess vegna segi ég já.