143. löggjafarþing — 89. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:40]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið hér við lok umræðunnar til að þakka þingheimi fyrir að taka þetta mál á dagskrá í dag. Ég þakka meiri hluta jafnt sem minni hluta, ég hef átt gott samstarf við forustumenn allra stjórnmálaflokka vegna málsins. Það er auðvitað aldrei ánægjuefni, þvert á móti, að þurfa að blanda sér með þeim hætti sem við höfum gert í dag inn í deilur sem við viljum svo gjarnan að séu leystar í formi frjálsra samninga.

En almannahagsmunir kröfðust þess að gengið yrði til þessa verks og ég vil fyrst og síðast þakka þingheimi fyrir samstarfið hvað það varðar.