143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

þjóðhagslegur ávinningur af hvalveiðum.

[15:21]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Ég hef áhyggjur af því að bæði forsætisráðherra og aðrir þingmenn stjórnarliðsins horfi ekki á málið út frá viðskiptalegum forsendum heldur tilfinningarökum. HB Grandi er eitt af stærstu fiskvinnslufyrirtækjum okkar og það skiptir almenning á Íslandi máli hvort fyrirtækinu gangi illa að selja afurðir sínar því að í vasa ríkissjóðs rennur renta af afurðunum.

Ef veiðar á langreyði skipta íslensku þjóðina svona miklu máli getur hæstv. forsætisráðherra þá sagt mér hvað þjóðin hefur upp úr krafsinu? Hvað borgar Hvalur hf. í auðlindagjöld af veiddum langreyðum? Borgar hann eitthvað?