143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[16:36]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Árni Páll Árnason gagnrýnir að hluta til aðgerð ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna og finnst að ákveðnir hópar verði út undan. Mér finnst persónulega að á síðasta kjörtímabili hafi ákveðnir hópar orðið út undan í þeim sértæku aðgerðum sem þá voru í gangi. Mig langar til að athuga hvort hann gæti gefið mér þau svör og rökstuðning af hverju ekki var farið í almennar aðgerðir til að reyna að koma til móts við sem flest heimili í landinu á síðasta kjörtímabili.