143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:29]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur fyrir andsvarið. Mér finnst mjög mikilvægt að efnahags- og viðskiptanefnd kalli til sín ýmsa aðila, sem hún mun gera í vinnslu þessa frumvarps, fái að vita hvað liggur þarna að baki og fái fram skoðun ýmissa sérfræðinga sem hún fær á fund sinn til að ræða þetta mál. Ég mun, eins og ég sagði áðan, kynna mér þetta og skoða.

Ef ég á að segja eins og er finnst mér öll þessi umræða, þessir greiðslujöfnunarreikningar og allt þetta, alveg óskaplega flókið fyrirbæri, ég á erfitt með að átta mig á hvað er hvað í þeim aðgerðum. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að nefndin taki afstöðu til þessara hluta. Ég mun kynna mér málin og mun jafnframt sjálf taka afstöðu til þeirra.