143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:36]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég hef talað mikið um persónulegar skoðanir mínar, enda vinn ég á þingi samkvæmt sannfæringu minni og finnst ég þurfa að koma sjónarmiðum mínum á framfæri í þeim málum sem unnið er að.

Ég sit í verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Þar er vinna varðandi hvernig við högum okkur í verðtryggingarmálunum til framtíðar. Ég hef talað um mikilvægi þess að verðtryggingin verði afnumin, en hér er unnið undir ábyrgri efnahagsstjórn í landinu og verið að koma á efnahagslegum stöðugleika og ef það nær að halda, sem ég hef alveg fulla trú á, munu aðgerðirnar ganga mjög vel. En til þess að tryggja að það verði í lagi með lánin, finnst mér að það verði að afnema verðtrygginguna.