143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:08]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að reyna að halda mig við að ræða það frumvarp sem er hér til umræðu, þ.e. viðbótarlífeyrissparnaðarráðstöfunina. Ég tel að sú leið sem hér er farin sé ekki mjög verðbólguhvetjandi. Ég tel að hún sé jafnvel verðbólguhlutlaus.

En hinn þáttinn sem ég ræddi fyrr í vikunni, reyndar í sjónvarpi, ef hv. þingmaður vísar til þess, þá tel ég rétt að hann sé ræddur í eðlilegu samhengi þegar það frumvarp kemur hér til umræðu. Ég kýs að svara spurningunni ekki frekar.