143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:11]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þetta frumvarp sé jafn sanngjarnt og hlutfallslegur tekjuskattur, en ekki að tekjuskattur sé ein flöt tala á hvert andlit, þ.e. að tekjuskattur skuli ekki vera nefskattur. Á meðan við erum með hlutfallslegan skattstiga tel ég ekkert ósanngjarnt við þetta, það er ýmis ósanngirni líka í skattkerfinu, þetta er þá aðeins til lagfæringar á því. En þetta tel ég að sé nú ekki meginatriðið. Ég held ég geti ekki svarað þessu betur. Ég hef lokið máli mínu.