143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:14]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort hún er of há. Skuldir eru ekki náttúrulögmál. Skuldir verða til vegna mannanna sem taka lánin. Ég hef margoft bent á það að hér standa menn á öndinni og telja að verðtrygging sé orsök alls sem aflaga hefur farið, en það er nú ekki verra en svo að laun hafa hækkað um 1,3% á ári umfram vísitölu neysluverðs undanfarin 25 ár, þannig að það er ekki verra en svo.

Ég get í rauninni ekki svarað þessu. Ef skuldir ríkissjóðs minnka hægt og bítandi með einhverjum ráðum þá er kannski leið til þess að auka ráðstöfunartekjur, greiðslugeta fólks vex þar með. En mér finnst í spurningu hv. þingmanns felast eiginlega dálítið ábyrgðarleysi að skuldir séu sjálfsprottnar og að samfélagið eigi að greiða einkaskuldir. Ég get ekki svarað þessu betur.