143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá 9. þm. Norðaust., Bjarkeyju Gunnarsdóttur, um að hún geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Edward Huijbens.

Edward hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa að nýju.

Jafnframt hefur borist bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar um að 11. þm. Suðvest., Katrín Júlíusdóttir, geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu Margrét Gauja Magnúsdóttir. 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu hefur boðað forföll.

Margrét Gauja hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa að nýju.

Að lokum hefur borist bréf frá formanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um að 8. þm. Suðvest., Ögmundur Jónasson, geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Ólafur Þór Gunnarsson. 1. varamaður á lista flokksins í kjördæminu hefur boðað forföll.

Ólafur Þór Gunnarsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.