143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

aflaheimildir fiskvinnslunnar Vísis.

[15:40]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég held að dæmin fari nú að sanna að þeim aðilum sem haft hafa yfirráð yfir aflaheimildum hér við land síðustu áratugi sé ekki treystandi til að rísa undir þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fylgir því að vera með þessi auðævi í höndunum, sameign okkar, og að sinna því hlutverki að starfrækja útgerð og vinnslu í þeim sjávarplássum sem byggst hafa upp vegna nálægðar við fiskimiðin. Þetta fólk hlýtur að hafa rétt til atvinnu, rétt til aðgengis að þeirri atvinnu sem viðkomandi byggðarlag hefur byggst upp á. Það getur ekki verið að aðilar eins og útgerðarfyrirtækið Vísir sem fengið hefur ríkisstuðning upp á tugi ef ekki hundruð milljóna króna í gegnum árin geti síðan sisvona, í skjóli hagræðingar og breytts rekstrarfyrirkomulags, bara sagt: (Forseti hringir.) Ég er farinn. Takk fyrir mig.