143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:51]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Skuldsetning heimila getur verið misjöfn milli landa. Hækkun skulda heimilanna á Íslandi varð með algjörlega sérstökum hætti og þó að heimili í þessum ríkjum hafi stofnað til skulda er sú skuldahækkun ekki afleiðing af gengisfalli viðkomandi gjaldmiðils.

Það er grundvallarmunur á því eða að lenda í því einhliða með afturvirkum hætti, eins og íslenskur almenningur hefur lent í gang í gang, að misvægi sé skapað milli skulda og launa og að kaupmáttur sé skertur afturvirkt einhliða af stjórnvöldum. Það er þessi vandi sem er skuldavandi íslenskra heimila í hnotskurn og þó að skuldsetningarhlutfall heimila sé hátt í einhverjum öðrum ríkjum búa þau sem búa við stöðugan gjaldmiðil blessunarlega ekki við þetta óöryggi og þessa óvissu af hálfu stjórnvalda í sínum ríkjum.