143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[17:08]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Árna Páli Árnasyni fyrir svörin. Hv. þingmaður talar um að það hafi farið fram greiningarvinna á vegum flokks hans til þess að kanna hvernig hægt væri að leiðrétta raunverulegan forsendubrest og ýmsar leiðir hafi verið skoðaðar. Þá langar mig að vitna í, með leyfi forseta, orð hæstv. forsætisráðherra á þeim tíma sem kom fram í fréttum þann 3. desember 2010 og sagði að meira yrði ekki gert fyrir skuldsett heimili. Hvers vegna voru þau orð sögð ef hv. þingmönnum Samfylkingarinnar fannst tilefni til að fara í greiningarvinnu til að kanna raunverulegan forsendubrest og ýmsar leiðir í kjölfar síðustu kosninga?