143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:33]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni fyrir sviðsmyndirnar sem hann brá upp í ræðu sinni, en þar talaði hann meðal annars um að ekki hefði farið fram mat á því hvernig hægt væri að nota fjármuni ríkisins á sem bestan hátt, og ég tók því sem svo að þá ætti hann við samfélaginu öllu til hagsbóta.

Ég ætla að biðja hv. þingmann um að fara aðeins nánar í það hvernig hann telji að við getum notað okkar sameiginlegu hagsmuni, hvaða áherslur við eigum að leggja til að það gagnist okkur öllum sem best.